Iðunn - 01.01.1889, Síða 26
184
Leo Tolstoj:
ur frá þjer það sem þitt er, þá kref þú þess ekki
aptur. Og eins og þjer viljið að mennirnir breyti
við yður, eins eigið þjer og að breyta við þá«.
Hann las áfram, og kom að þessumorðum drott-
ins í sama kapítula:
»En því kallið þjer mig herra, og gjörið þó ekki
það sem jeg býð yður? Jeg vil segja yður, hverj-
um sá er líkur, sem kemur til mín og heyrir mín
orð og breytir eptir þeim : hann er líkur manni
þeim, er bjggði sjor liús, gróf djúpt fyrir, og grund-
vallaði það á bjargi; nú er vatnsflóð kom, skall
straumurinn á þessu húsi, en fjekk hvergi hrœrt
það, því það var grundvallað á bjargi. En sá er
heyrir mín orð og breytir ekki eptir þeim, hann
er líkur manni þeim, er byggði sjer hús á jarðvegi,
en hafði enga undirstöðu; þegar straumarnir skullu
á því, fjell það þegar og þess hrun varð mikið«.
Marteini var slíkt yndi að lesa þessi orð. Hann
tók af sjer gleraugun, og lagði þau niður á bókina,
tók höndum um höfuð sjer, hallaði sjer fram á
borðið og sat hugsi. Hann var að velta því fyrir
sjer, hvort hann sjálfur hefði lifað eptir þessum
orðum, sem hann var að lesa.
»Hef jeg byggt hús mitt á bjargi eða sandi ?«,
hugsaði hann. »Betur væri, það væri á bjargi.
það er svo sem hægt að hafa góða samvizku heima
í kyrðinni og einverunni, en óðara en á það reynir
í sambúðinni við aðra, verður manni á að gjöra eitt-
hvað sem miður er rjett. En ekki dugar að leggja
árar í bát fyrir það. Með guðs hjálp verð jeg að
reyna að breyta eins vel og jeg get«.
Nú var kominn háttatími, en liann gat ekki