Iðunn - 01.01.1889, Page 28
186 Leo Tolstoj:
sjálfur. Skyldi jeg hafa farið svona að, hefði hann
komið til mín ?« spurði Marteinn sjálfan sig. Hann
hallaði sjer fram á borðið, og áður en hann vissi
af því, var blundur siginn á hann. Allt í einu
var eins og hvíslað væri rjett við eyrað á lionum :
Marteinn !
Hann hrökk við. »Hver erþar?«, hrópaði hann út
í dyrnar, en þar var enginn sjáanlegur. jpað var
aptur komið svefnmók á hann, þegar hann allt í
einu heyrir greinilega sagt:
dMarteinn, Marteinn! líttu út strætið á morgun;
.jeg kem«.
Marteinn vaknaði, stóð á fætur og neri stírurnar
lír augunum. Honum var ekki alveg ljóst, hvort
þetta hefði verið draumur, eða hann liefði heyrt
þessi orð vakandi. Eptir stundarkorn slökkti haun
á lampanum og háttaði.
Marteinn var á fótum næsta dag fyrir birtu.
Fyrst las hann morgunbænina sína og svo lagði
hann í ofninn. þegar ofninn var orðinn heitur,
ljet hann tvo potta inn 1 hann, annan með kál-
meti og hinn með graut, fór síðan að hita á te-
.pottinum. Eptir það batt hann um sig skinn-
svuntuna og settist við sauma út við gluggann..
Meðan á þessu stendur er hann þó allt af með
hugann við það sem fyrir hann bar kvöldinu áður;
í öðru veifinu fannst honum að það hefði þó verið
meira en draumur, og hann hefði í raun og veru
heyrt þessa rödd. »Slíkt hefur þó borið við áður»
hugsaði hann.
Marteinn gat ekki stillt sig um að vera allt af
að smálíta upp frá saumunum út á strætið. Ef