Iðunn - 01.01.1889, Side 29
Guð er kærleikur.
187
hann sá stígvjel bera fyrir, sem hann þekkti ekki,
þá teygði hann sig alveg upp í rúðuna, til þess að
sjá meira en fæturna á þessum ókunnuga manni.
Fyrst kom vinnumaður þar úr húsinu, á nýjum
flókaskóm; síðan bar vatnskarlinn fyrir. A eptir
þeim bar þar að glugganum gamlan uppgjafadáta
frá dögum Nikulásar keisara, með reku í hendinni.
Marteinn þekkti hann á skónum; hann hafði ný-
skeð bætt þá. þessi karlrola hjet Stepanits, og
Var þarfakarl hjá kaupmanninum þar í húsiuu,
sem hafði tekið hann í gustukaskyni. Hann var
að moka burt snjónum af stjettinni fyrir utan
gluggann hjá Marteini. Marteinn horfði á hann
stundarkorn og laut síðan aptur niður að vinnu
sinni.
»Jeg held að það sjeu farnir að koma á mig
elliórar«, sagði hann og brosti að sjálfum sjer.
"Stepanits er að moka snjó upp á stjettinui, og
jeg tek hann fyrir Iírist, og að hann sje að hugsa
um að koma inn til mín. Mikið blessað flón er
jeg«.
Hann tók aptur til vinnu sinnar, en lengi var
hann ekki við, hann þurfti aptur að líta út um
gluggann. Stepanits hafði hallað rekunni upp að
múrnum, og var annaðhvort að hvíla sig, eða
hita sjer. Hann var orðinn svo gamall og farinn,
að hann var ekki einu sinni maður til að moka
snjó. Marteinn horfði á hann, og datt ósjálfrátt
i hug, að það væri kann ske gustuk að gefa hon-
Um tesopa, meðan enn þáværi heitt á tepottinum.
Hann lagði frá sjer náliua, setti tepottinn á borðið,
og drap fingrinum á rúðuna. Stepanits sneri sjer