Iðunn - 01.01.1889, Side 30
188 Leo Tolstoj:
að glugganum. Marteinn bandaði honum niður,
og fór út í dyrnar til að opna.
»Komdu niður og vermdu þig dfílítið; þjer hlýt-
ur að vera sárkalt«, sagði hann.
»Guðsást fyrir«, sagði Stepanits, »maður þolir nú
ver kuldann með aldrinum«.
Stepanits dustaði af sjer snjóinn úti fyrir, áður
en hann kom inn í stofuna; hann riðaði allur til,
en reyndi þó til eins og hann gat að þerra af fót-
unum, til þess að óhreinka ekki.
»Kærðu þig ekki um það«, sagði Marteinn, »jeg
skal þurka það. jpað er ekki stássið hjerna. Tylltu
þjer þarna og fáðu þjer tesopa«.
Marteinn hellti í tvo bolla, annan rjetti hann
gestinum, sjálfur hellti hann sínu á undirskálina.
Teið var lieitt, svo hann þurfti að blása á það.
Stepanits drakk úr bollanum sínum, hvolfdi hon-
um, og ljet það sem hann átti eptir af sykurmol-
anum á botninn. Hann þakkaði fyrir sig, en það
var auðsjeð að hann gat þegið meira.
»þ>ú drekkur dálítið meira«, sagði Marteinn og
hellti aptur á bollana hjá sjer og gestinum.
Marteinn smádreypir í tebollann, en getur ekki
stillt sig um að lita út um gluggann við og við.
»Áttu von á nokkrum?«, spyr gesturinn.
»Jeg veit ekki hvað jeg á að segja; jeg get varla
sagt frá því, á hverjum jeg á von. það er lík-
lega ekki nema hugarburður, eða draumórar. Jeg
get annars sagt þjer það. 1 gærkvöld var jeg að
lesa í nýjatestamentinu um drottinn vorn Jesú
Krist, og allt það sem hann varð að líða á sín-
um hjervistardögum. jpjer er það ekki ókunnugt«.