Iðunn - 01.01.1889, Side 36
194 Leo Tolstoj :
mikils virði, en betri en ekkert til að vefja um
barnið«.
Konan horfði fyrst á peysuna, síðan af henni á
gamla manninn, sem stóð fyrir framan hana, og
táraðist um leið og hún tók við gjöfinni. Marteinn
sneri sjer undan fljótlega, kraup niður við rúmið
og dró undan því kistil, leitaði stundarkorn í hon-
um að einhverju og settist aptur á rúmstokkinn
hjá konunni.
uGuð blessi þig, gamli maður«, sagði hún; »guð
hefur skotið því mjer í brjóst, að hvíla mig fyrir
utan gluggann þinn. Jeg held að harnið hefði
annars dáið úr kulda. þegar jeg fór af stað í
morgun, var veðrið svo meinlaust, en þá kom
þetta grimmdarfrost. Jeg þakka það guði, að þú
varzt til að líta út um gluggann, meðan jeg stóð
þar, og svo kenndir þú í brjósti um mig, vesaling-
inn«.
Marteinn brosti.
»það er nokkuð í því, sem þú segir«, sagði hann
»það stendur sjerstaklega á því fyrir mjer, að jeg
er að líta út um gluggann«.
Hann sagði konunni sömu söguna og Stepanits;
fjekk, um drauminn, og að raustin hefði lofað
honum því, að drottinn vor og frelsari kæmi í dag
að heimsækja hann.
«þetta held jeg geti skeð«, sagði konan; hún var
staðin upp og farin að tygja sig, og vafði barnið
innan í peysuna, hneigði sig fyrir Marteini hvað
eptir annað og þakkaði honum fyrir allt gott.
»Taktu þetta í Jesú nafni«, sagði Marteinn, og