Iðunn - 01.01.1889, Side 40
198 Leo Tolstoj :
»Til ömmu, elsku amma mín«, er allt af við-
kvæðið«.
Gamla konan var orðin viðkvæm. Hún leit vin-
gjarnlega til drengsins og sagði:
»|>etta var þá meinlaust. Guð sje með honum«.
Hún fór að lypta upp pokanum sínum, en þá
gaf drengurinn sig fram og sagði:
»Láttu mig bera fyrir þig pokann, kona góð;
jeg á sömu leiðina«.
Gamla konan virti drenginn fyrir sjer, hristi
höfuðið, og ljet pokann upp á bakið á honum.
f>au urðu samferða niður strætið, og konan gleymdi
að taka borgunina hjá Marteini fyrir eplið. Hann
horfði á eptir þeim stundarkorn, og heyrði, að þau
höfðu mikið að segja hvort öðru. Við götuhornið,
sem fyrst varð fyrir þeim, fóru þau inn í sundið
til þverhandar, og hurfu honum sýnum.
Marteinn gekk niður í kjallarann og settist við
vinnu sína. Gleraugun fann hann á tröppunum,
og þau voru heil; hann setti þau upp; en hverju
sem það var að kenna, sá hann ekki vel með
þeim. Rjett í því bar þar að manninn, sem
kveikti á luktunum. »|>að er þá orðið svona fram-
orðið«, hugsaði hann með sjer, kveikti á lampan-
um og hengdi liaun á krókinn, og vann af kappi.
Hann lauk við skóinn, skoðaði hann vandlega og
hafði ekkert út á hann að setja. Síðan tók hann
til á borðinu, færði lampann þangað, og sótti nýja
testamentið sitt. Hann hafði látið skinnræmu
inn í bókina, þar sem hann hætti að lesa kvöld-
inu áður, og ætlaði að halda þar áfram, en það
var samt ekki sú opnan, sem upp kom. En um