Iðunn - 01.01.1889, Qupperneq 43
H. Trier: Hinrik Pestalozzi. 201
Uppfræðing svo lítil, sem mest mátti verða; fáir einir
mennréðu sem harðstjórar lögum og lofum alstaðarí
þessu fylkjasambandi. Hér veitti því ekki af að viðra
í kotinu, og Frakkar höfðu fyrir því. Frakkneskur
her óð inn f Svissland, setti setulið sumstaðar í
landinu, og innlimaði það í frakkneska þjóðveldið;
á öðrum stöðum var frakkneski herinn eins og ann-
ar hakhjarl landsbúa, er reyndu til þess að berj-
ast sér til frclsis, og skakkaði leikinn, er halla ætl-
aði á þá, er vildu drepa sig úr dróma; vann þann-
ig merkustu borgirnar í landinu, er mesturéðuum
Stjórnarfar landsins, svo sem voru þær Solótúrn,
Fríburg og Bern, og fékk það áunnið, að helvezka
þjóðveldið var stofnað 11. apríl 1798. I líkingu
við stjórnarskipun Frakka voru 5 forstjórar settir
fyrir stjórn hins eina og óskiptilega þjóðveldis, er
saman stóð af landshlutum, er allir höfðu jöfn rétt-
indi; þjóðveldið dró undir sig eignir hinna fornu
fylkja (cantons), er áður höfðu verið sjálfstæð ríki.
Framkvæmdarvaldið var hjá forstjórunum.
I hinni nýju stjórnarskipun var því lýst yfir,
að uppfræðing almennings væri »önnur meginundir-
staða almennra hagsælda«, og »siðferðisleg betrun
ttannkynsins« var talið ætlunarverk borgaranna.
En ekki var allt fengið með hinni nýju stjórnar-
skipun. Báðgjafinn, sem átti að sjá um hagi lista
og vísinda, og sem sjálfur var ótrauður fylgismað-
ur hins nýja fyrirkomulags, lýsti ástandinu á þessa
leið: Allur þorri almennings gerir hvorki að fagna
nó fjörvi að fyllast við það, að ánauðin er af num-
iu, og í liennar stað komið frelsi og jöfnuður í öll-