Iðunn - 01.01.1889, Síða 45
Hinrik Pestalozzi.
Vi03
það barn er kallað vel að sór, sem getur þulið fræð-
in utanbókar, án þess að fipa3t. f>að er talið með
stórmerkjum, ef einhver krakkinn kann 119. sálm-
inn og fdeina kapítula í ritningunni utanbókar.
f>að kom varla nokkurn tíma fyrir, að stúlkum væri
kennt að draga til stafs; piltum var því að eins
kennt að skrifa, að foreldrar þeirra óskuðu þess.
Margur hver kennarinn kunni ekkert í reikningi.
Mörgum fóll það og fullervitt, að stafa rétt. Eng-
Um kemur til hugar, að það þurfi tilsögn til þess
að geta orðið kennari. Kennarakaupið er svo
Bmánarlega lítið, að kennaranum er ómögulegt að
hafa uppeldi sitt af því; hann er því skóari, skradd-
ari, steinmeistari, eða þá vinnumaður, og það eina,
sem hann hefir til þess að geta verið kennari, er
allt of opt það, að hann á herbergi, þar sem börn
geta komizt fyrir.—það var aldrei nema satt, það
sem ráðgjafinn sagði: »að hinar fegurstu fyrirætlan-
ir hlyti að fara forgörðum, hin hentugustu lög að
verða árangurslaus, og hinar ágætustu kennslubæk-
ur gagnslausar, þegar framkvæmd fyrirætlananna,
uppfylling laganna og notkun bókanna er falin fá-
fróðum og menntasnauðum mönnum«. Til þess að
fá alþýðu uppfrædda, þurfti fyrst að útvega kenn-
endur.
II.
þá var maður einn fátækur búinn í 18 ár í
uymd og basli að kúra upp í sveit á búi sínu, er
þó ávallt hafði lifandi áhuga á öllu því, er
fram fór á ættjörðu hans. Hann hét Heinrich
Hestalozzi, og hafði, þegar hór er komið sögunni,