Iðunn - 01.01.1889, Page 46
204
H. Trier:
(1798) tvo um fimmtugt. Lifið hafði látið hann
misjöfnu mæta, og auðgað hann að reynslu. Hann
var mannvinur hinn mesti, og hafði ávallt haft
hugann fastan við það, að hjálpa umkomulausum
og bágstöddum, og var ná farinn að sjá, hvernig
sér helzt mætti takast það, eptir á margan hátt
að hafa gert tilraunir, er orðið höfðu árangurslausar.
Hinrik Pestalozzi er fæddur 12. janúar 1746
i Zúrich; faðir hans var virtur og vel metinn augna-
læknir, en dó þegar Hinrik var 5 ára gamall.
Ekkja hans átti fullt í fangi með að standa straum
af uppeldi barna þeirra, og þrátt fyrir hina mestu
starfsemi hefði hún varla getað klofið það, nema
hún hefði notið tryggs liðsinnis ungrar vinnukonu,
er Babelí hét; hafði maðurinn hennar, þegar hann
lá banaleguna, grátbænt stúlkuna um það, að yfir-
gefa ekki konuna sína að sér látnum. Babelí
komst við af orðum hans, og sagði: »Jeg skal ekki
yfirgefa kona yðar, þegar þér deyið; jeg skal vera
hjá henni þangað til jeg dey, ef hún þarfnast
mín«; og þetta heit sitt efndi hún. Hún og ekkj-
an máttu hafa sig alla við, til þess að geta bjarg-
azt við hin litlu efni. Hinrik, sem var heldur
heilsutæpur, ólst nú upp hjá þessum tveimur kon-
um. Æskureynslu sína, sem honum varð minnis-
stæð, hafði hann fyrir því, hversu mikilsvert það
er fyrir barnið, að njóta móðurumönnunarinnar, og
hversu miklu það skiptir fyrir barnið, að eiga í
uppvextinum athvarf á góðu heimili. Frá upphafi
vega hans var tilfinningin ríkust allra hans hæfi-
legleika, og við uppeldið, sem hann fékk, »dreng-
urinn bennar mömmu«, þurfti ekki að koma kyrk-