Iðunn - 01.01.1889, Side 48
206
H. Trier :
stofur. það fékk mjög á haun, og það svo mjög,
að honum varð það minnisstætt fram á elliár, þeg-
ar hann sá leikbræður sína á fárra ára fresti verða
litverpa, lúalega og spillta af lífinu í verkstofunum.
Hann fór þegar að renna grun í það, sem hann
síðar tók skýrt og skorinort fram, að iðnaðurinn
verði upptök eymdar og spillingar, þar sem svo til
hagar, að þorra almennings verður fyrir hann fyr-
irmunað alls réttnefnds heimilislífs. Hann fann það,
að hér var mein í mannlegu félagi, sem hann fann
sér skylt að sporna við eptir föngum.
Meðan Pestalozzi var í latínuskólanum, samdi
einn af löndum hans, þeim er á frakkneska tungu
mæla, árið 1762 bók, er gerði höfundinn frægan, en
jafnframt talinn ekki húshæfan nó kirkjugræfan.
Maðurinn hér Eousseau, og bókin Emil. I
hókinni er uppeldinu lýst sem frjálsri framför barns-
ins, fyrir reynslu þá, er það auðgast að, og krapta
þá, er það ávinnur sér, og reynir með því að hjálpa
sór sjálft. En sökum annarlegs skilnings á ýms-
um trúarefnum var böðullinn látinn brenna bók-
ina bæði 1 París og Genf, þar sem Bousseau var
borinn og barnfæddur, en sjálfur varð hann að fara
landflótta og flæmdist borg úr borg. I öðru riti,
sem Rousseau kallaði »Sambands-samninginn«, gef-
ur hann stjórnarbyltingunni, sem þá er í aðsigi>
orðtök hennar: »frelsi og jafnrétti«, og í því telur
hann bandalag borgaranna undirstöður ríkisins.
Sjálfur var hann hrifinn og hugfanginn af náttúr-
unni, og elskaði frelsið bæði í stjórnarefnum fyrir
hvern einstakan, og þe3sa frelsisást og náttúru-
göfgun innrætti hann hinni uppvaxandi kynslóð