Iðunn - 01.01.1889, Side 51
Hinrik Pestalozzi.
209
Hann hugsaði sér nú að fara að búa með henni,
og brenndi öll laganámsrit sín, því hann ætlaði
sér að verða bóndi, láta það á saunast, að draum-
órar Eousseau’s um hið upphaflega ástand manns-
ins gæti orðið meira en einber hugarburður, og
starfa að heillum alþýðu. Vera má og, að hann
hafi hætt við laganámið við það að hugleiða, að
ekki er hægt að koma nýrri skipun á fyrirkomu-
lag þegnfélagsins með einum saman lagaákvæðum,
sem aldrei verða öðruvísi en eins og grindurnar
utan um lífið, en ekki lífið sjálft. Hann hefir
samið rit um nlöggjöfina og barnamorð«, og má
vera, að störf hans um petta leyti hafi gefið til-
efni til þess; í þessu riti fer hann því fram, að
slík mein mannlegs félags eigi sér svo djúpar ræt-
ur, að ekki sé hægt að uppræta þau með öðru
toóti en því, að hagir og kjör lægstu stéttauna sé
bætt svo, að það verði mögulegt, að hinir æðri
kraptar mannlegrar náttúru nái hjá þeim þroska
og viðgangi. »Allar göfuglegar tilfinningar«, segir
bann, »deyja út hjá þessum vesalingum, sem verða
að bera þunga svívirðingarinnar æfilangt, svo að
aldrei fyrnist«. í því riti fer hann og fram á það,
að úr lögum sé numið allt ófrelsi bænda, allar van-
virðandi hegningar og líflát.
Árlangt kemur hann sér fyrir til að læra
sveitabúskap, og ímyndar sér, að hann geti orðið
íullnuma í því á ekki lengri tfma, og er hinn hróð-
ugasti af því, hvað hann verður útitekinn og harð-
hentur. Síðan fær hann sér peninga til láns hjá
baupmanni, kaupir fyrir þá lélegan landskika, sem
Iðunn.. VI. 14