Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 56
214
H. Trier:
um, allfc á þetta að vera eins og faðirinn er gagn-
vart börnum sínum. Hann segir: »f>ar sem í
anda þjóðarinnar og sfcjórnarinnar vantar sannan
föðuranda og sannan barnaanda, þar getur livorki
verið sannur kraptur hjá stjórninni nó sannarlegt
frelsi. Hið »upplýsta« föðurlega einveldi 18. aldar-
innar kemur bezt heim við skoðun lians; einveldi,
sem takmarkast eingöngu að því leyti, s'em »rétt-
indi stjórnendanna byggjast á skyldum þeirra.
J>egar skyldurnar ekki eru uppfylltar, þar verður
helgi réttindanna einber liugarburður eða skuggi.«
Einkum var það þó eitt af ritum hans, er af
nýju gerði hann frægan. það var sveitasagan
»Ljónharður og Geirþrúður«. Einn af vinum hans
hafði sagt við hann, að það væri í honum efni í
skáldsagnasmið; hann fór þá að bera við að stæla
eptir frakkneskum skáldsögum, en varð ekkert úr
því; aptur sköpuðust ósjálfrátt f huga hans mynd-
ir af lífi áþekku því, er hann sjálfur hafði bæði
séð og reynt. Hann skrifaði eins og hann væri
utan við sig kafla eptir kafla, og eptir fáar vikur
var komin hjá honum mynd af lífinu meðal bænda
í svissnesku þorpi—bæði heima fyrir og á veitinga-
húsuin, með drykkju þeirra og dubli, brögð-
um og blótsyrðum; hreppstjórinn er þar sér-
drægur og gerir hann hvorttveggja að féfletta
bændurna eg spilla þeim. Innanum siðleysið, of-
drykkjuna og rósturnar er svo lýst Geirþrúði, konu
Ljónharðs múrsmiðs; hún er öflug stoð síns þrek-
litla manns, hún er ástrík móðir barna sinna og
elur þau upp mjög skynsamlega. Til þess að fá
spornað við spillingunni í þorpinu leitar hún lið-