Iðunn - 01.01.1889, Side 57
Hinrik Pestalozzi.
215
sinnis til herragarðseigandans, sem er ungur mað-
ur, en lætur sér annt um landseta sína, eins og
hann væri faðir þeirra. Hann og presturinn þar
í sókninnni, sem er maður vel að sér og valmenni,
verða nvi samtaka um það, að reyna að koma lög-
un rt, það, sem aflaga er farið. jpá komast upp
klækir hreppstjórans og hann fær makleg mála-
gjöld. Móðurtilfinning Geirþrúðar hefir kvatt fram
hina réttu krapta og greitt götu til þess, að mann-
eðlið undir föðurlegri handleiðslu geti sýnt betri og
göfuglegri hliðarnar á sér meðal bændalýðsins.
Mergurinn málsins í allri bókinni er þessi: Ég vil
fela mæðrunum á hendur menntun þjóðanna. þeg-
ar hann var að lýsa Geirþrúði, hafði hann tekið
sér til fyrirmyndar vinnukonu, sem á mestu basl-
árum Pestalozzis hafði verið hjá þeim hjónum eins
og önnur bjargvættur — líkt og Babeli hafði verið
á æskuárum hans—, því með dugnaði sínum og
ráðdeild, kjarki sínum og þreki gat hún komið á
þrifnaði á heimili hans, og séð fyrir hollu viður-
væri hjá honum.
A svipstundu varð Pestalozzi frægur maður
fyrir sögu sína. Hún var prentuð í alþýðublöðum
og almanökum. Stórmenni höfðu hann í hávegum,
ýms félög sendu honum þakklætisbréf og virðingar-
merki. Stjórnir ýmsra landa fóru að skrifast á við
hann, og það ætlaði að fara að rætast, Bem einn
af æskuvinum hans sagði við konu hans : »Ef ég
setti ríkjum að ráða, þá mundi eg ráðgast við Pesta-
lozzi um allt það, er snertir sveitalýðinn og um-
kætur á högum hans, en aldrei láta hann fá til
Urnráða eyrisvirði.«