Iðunn - 01.01.1889, Side 64
222
H. Trier :
ast upp á það að týna neinu niður, þannig að þau
gleymdu neinu orði, sem þau væri btun að læra,
eða skrifuðu nokkurn staf lakara en þau áður hefðu
gjört. Ef þeim varð þetta, var hann óvægur og
hegndi þeim.
En frakkneskur her óð aptur yfir þetta bygð-
arlag ; klaustrið var gjört að sjúkrahúsi fyrir her-
inn. Menn neyddust þvi til að sendabörnin burt,
þau til foreldra sinna, sem foreldra áttu á lífi;
tuttugu ein urðu eptir. En svo mikið hafði Pesta-
lozzi reynt á sig, að hann fékk blóðspýting, og
varð að fara að heilsubrunni upp til fjalla; «það
var eins og sker úti í reginhafi, er eg hvíldi mig
á, áður en eg legðist lengra — eg gat ekki lifað
án þessa míns starfs», segir hann í brjefi til vinar
síns. •
IV.
Hann fór aldrei aptur til Stanz. Menn sögðu
það upp í opið geðið á honum, að hann væri fífl
og draumóramaður; honum kynni reyndar endur
og sinnum að hugkvæmast eitthvað skynsamlegt,
en aldrei yrði neitt úr neinu fyrir honum; hann
hefði aldrei stöðvun við neitt lengur en í mesta
lagi missirið. Sá eini, er studdi mál Pestalozzi,
var ráðherra sá, er átti að sjá um listir og vísindi,
en hann gat eigi yfirbugað mótstöðuna gegn hon-
um. Að fám vikum liðnum kom Pestalozzi aptur
frá heilsubrunninum, og útvegaði þá ráðherra þessi
honum bústað í höllinni í smáþorpi því, er Burg-
dorf heitir, og gerði hann að undirkennara við
bændabarnaslcólann í þorpinu taldi ráðherrann