Iðunn - 01.01.1889, Síða 66
224
H. Trier :
um reit tiltekin tala af punktum, til þess að þau
gæti lært að leggja saman og draga frá áður en þau
þekktu tölustafina. I sveita síns andlitis skrifaði
hann heilar bækur fullar af atkvæðum og töium,
til þess að finna einföldustu undirstöðurnar til að
byrja á, og til þess ekki þyrfti að hlaupa á neinu.
Hann gáði ekkert að því, hvað tímanum leið; hann
afskamtaði ekki tilsögnina eptir stundum; hann
hélt stundum áfram í 3 st'undir með það sem hann
hann byrjaði á að morgninum; stundum \ar hann
orðinn bæði þreyttur og hás á að hrópa áður en
kl. var orðin 11, því opt voru börnin honum fjarska
erfið; þau hlupu jafnvel burt í óleyfi. Eptir 8 tnán-
uðt var opinbert próf haldið í skólanum. Og nú
sannaðist það loksins, að kennsluaðferð hans var
afbragðsgóð; yfirvöldin gáfu honum þann vitnis-
burð, að hann hefði sýnt það, að hann hefði
lag á því, að vekja hæfilegleikana hjá hinum
yngstu börnum, og börnum, sem væri hin ólík-
ustu að gáfnafari, og láta þau taka framför-
um, og það með svo auðunninni aðferð, að hver
móðir eða enda hver skynsöm stúlka gæti haft
hana við heima fyrir meðan hún væri við vinnu
sína.
Ondverðlega á árinu 1800 fór 24 ára gamall
barnakennari, er Hermann Kriisi hét, með 26 börn
frá Svisslandi austanverðu til Burgdorf, til þess að
koma börnunum þar í fóstur á góðum heimilum.
Pestalozzi kynntist brátt þessum framtakssama og
viðkunnanlega manni, og stingur upp á því við
hann, að þeir skuli gera félag með sér. Hann
fékk léða hölhna, sem hann bjó í, handa nýja