Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 67
Hinrik Pestalozzi.
225
skólanum, og þar gengur allt í bezta lagi. Kriisi
var hrifinn af eldhuga Pestalozzi, sem var 30 ár-
Um eldri, og dáðist að þeirri djúpsæi hans, að
krefjast þess, að tilsögnin liéldist í hendur við
þroskun og framfarir hæfilegleikanna. þossi skóli
varð sí og æ ánægjulegri; það leyndi sór ekki, hvað
börnin voru glöð, námfús og heilsugóð ; fleiri og
fleiri börn af öllum stéttum sóttu til skólans, og
jafnframt varð að fjölga kennurum. Blöðin skipt-
Ust í sveitir í dómum sínum um þessa stofnun, og
fór það eptir því, hvern flokkinn þau fylltu í stjórn-
niálum ; því allir skildu það, að áhugi Pestalozzi
á alþýðumenntun var sprottinn af ást han.s á þjóð-
frelsi. I Svisslandi urðu ráðagjörðir hans mönnum
hið mesta áhugamál, og erlendis fóru menn nú að
veita þeim eptirtekt.
Ilaustið 1801 gaf Pestalozzi út merkilega ritið
sitt um uppfræðinguna. Eitið heitir: »Um það,
hvernig Geirþrúður segir til börnum sínum»; í því
skýrir hann í bréfi til vinar síns frá því, sem sór
hafi reynzt, og hvað sér hafi hugsazt um fyrir-
komuiagið á skólum framvegis. Uppfræðingu þjóð-
arinnar, eins og hún þá var, telur liann alveg ó-
hafandi. »Að því er eg hefi haft kynni af henni,
þá hefir mjer virzt hún vera einna áþekkust stóru
kúsi, þar sem efsta loptið er ljómanda fagurt smíð-
að af hinni mestu list, en þar búa að eins örfáir
Dienn. A miðloptinu búa talsvert fleiri, en þar
vantar stiga til þess að geta komizt þaðan skap-
^ega upp á efsta loptið. Bf menn nú sýna sig í því
að vilja klifrast þangað, einhvern veginn eins og
Iðunn. IV. 15