Iðunn - 01.01.1889, Page 68
226
H. Trier :
bezt geugur, þá eru þeir til bráðabirgða handleggs-
brotnir eða fótbrotnir, eptir því, hvern útliminn
þeir bera fyrir sig við ldifrið. Niðri í húsinu býr svo
óteljaudi fjöldi af mönnum, sem hefir alveg sama
réttinn til sólarljóssins og hreina loptsins, eins og
hinir, er búa fyrir ofan ; en það er ekki þar með
búið, að þeir eru látnir eiga sig í skuggalegum,
dimmum klefum, sem eru gluggalausir; þar á ofan
eru augun stungin úr þeim, ef þeir dirfast að líta
upp á við til þess að liorfa á ljómann á efsta lopt-
inu». Og svo er nú um sjálfa skólnveruna. Eptir
að börnin 5 hin fyrstu ár æfi sinnar lrafa í fullu
frelsi tekið öllum áhrifum lífsins, þá er allt í einu
»náttúran látin hverfa sjónum þeirra; þau eru eins
og sauðkindur hneppt saman í daunillum ldefum,
þar eru þau stundum, dögum, vikum, mánuðum,
árum saman miskunnarlaust fjötruð við það, að
rýna í líflausa stafi, eintóma ólukku stafi, sem er
æfi svo ólík þeirri, sem áður var, að það væri á-
stæða til að tryllast af því». Eyrst þarf með mestu
fyrirhöfn að læra að þekkja stafina, þá er farið að
stafa, þangað til það hefir lærzt að lesa; svo er
lesið þangað til börnin geta þulið fræðin utanbók-
ar hugsunarlaust. jpetta er öll spekin, er numin er
í skólunum: ekkert nema orðin ein ; á slíku nema
menn það að þvaðra og þvætta um verkefnin, í
stað þess að leysa úr þeim. Aptur á móti vill
Pestalozzi láta kenna barninu að sjá og heyra,
taka eptir og reyna, skipa niður áhrifum þeim, er
það hefir orðið fyrir, láta það nema allt á þann
hátt, er því er lagnastur, láta sálargáfur þess
styrkjast og þroskast fyrir brúkun þeirra, láta