Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 69
Hinrik Pestalozzi.
227
þekkinguna gjöra barnið leiknara og lagnara, gjöra
barnið handgengið kennaranum, og láta tilsögnina
rnennta barnið.
Pestalozzi fann það nú, að liann fyrir þessa
stofnun sína upp skar f fögnuði það er hann hafði
íneð tárum sáð þessi löngu undirbúningsár. Stjórn-
in styrkti hann ekki að eins með því, að gjalda
honum kaup og veita honum húsnæði. J3ún gaf
honum. einkarétt til þess að selja bækur sínar, og
studdi að útbreiðslu þeirra; við stofnun hans var
tengdur almennur svissneskur kennaraskóli; í honum
Var á mánuði hverjum 12 barnakennurum veitt tilsögn
í kennsluaðferð Pestalozzi. Útlendir menn gerðu
sór ferðir þangað, og urðu forviða yfir því sem þeir
sáu. Var það fyrst og fremst hinn óþreytandi
Pestalozzi; hann var síhugsandi, og lifði meir í
hugarheimi sínum, en þeim, sem umhverfis liann
Var ; hann var fjörugur og ræðinn, þegar einhver
hugmynd hreif hann, eða einhver mótbára; ýmist
þaut hann í fumi herbergi úr herbergi, frá einum
kennara til annars, eða þá hann gat setið lið-
langan daginn á herbergi sínu við það að hugsa eitt-
hvað eða rita; var hann því fegnastur, ef ein-
hverjir þeir heimsóttu hann, er gæti látið víðar
vitnast það, er hann hafði reynt; ósérplægni hans
°g greiðfýsi var takmarkalaus ; hann hlaut að verða
hvers manns hugljúfi með allri ákefðinni og óða-
gotinu, því þegar hann átti tal um eitthvað, sem
honum var einkar hugleikið, þá talaði hann svo,
að ómögulegt var að skilja hann; svo ótt ruddust
hann hugsanirnar; en af hinu fjörlega augnaráði
1B*