Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 70
228
H. Trier :
■og síbreytilega svip á andlitinu mátti ráða í það,
hvað hann fór. Og umhverfis hann var svoæsku-
lýðurinn, er ólst upp við hið mesta frelsi, og ekki
hafði neitt að segja af neinu viðhafnardekri í við-
móti. þ>ar stóð hver og sat sem honum bezt lík-
aði, en allir höfðu þó hugann fastan við það, sem
-verið var að kenna ; samt var svo mikill hávaðinn
hjá piltunum, þegar margir töluðu í senn, að heyra
mátti í mörg herbergi. Pestalozzi var spurður að
þvl, hvort börnin væru ávallt ánægð en hanu
svaraði: þau hafa allt það, er þau á hverri stundu
þarfnast fyrir; vinnan samsvarar kröptum þeirra
og óskum. |>au ternja sór ýmsar aflraunir, fim-
leika og leiki milli þess að þau njóta tilsagnar, og
til þess verja þau frístundum sínum. Hvað ættu
þá börnin mín að telja sig vanta, og hvernig ættu
þau að fara að verða ömurleg ?
þetta voru nú hans hversdagslegu störf, með-
an hann sat í höllinni í Burgdorf; en jafnframt
því tekur hann með miklum áhuga þátt í umræð-
unum um stjórnarhagi lands síns. Lagasetningin á
að sjá borgið högum ókominna kynslóða, og til
þess að hefja alla þjóðina í andlegu, siðferðislegu,
hagfræðislegu, félagslegu og stjórnarfarslegu tilliti,
■heimtar hann fyrir því nýtt fyrirkomulag á þjóð-
■menntuninni, réttarfarinu, landvarnarskyldu og fjár-
ráðsmennsku ríkisins. Hann vill hafa alþýðuskóla,
•þar sem þeir hæfilegleikar og kraptar mannsins,
sem öllum eru sameiginlegir, geti náð framförum
og þroska; haun vill auk þess hafa landbúnaðar-
skóla, verzlunarskóla og iðnaðarskóla, er efli kunn-
áttu í ýmsum greinum iðnaðarins. Béttarfarið vill