Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 71
Hinrik Pestalozzi.
229
hann hafa svo, að fátækir menn eigi hægt með að
nárétti sínum, þótt við rika sé að eiga, og að öllum
veitist kostur á að neyta sem bezt krapta sinna.
Sem undirstöður landvarnanna vill hann hafa stjórn-
frelsis- og sjálfstæðistilfinninguna, og telur allt
heillavænlegt skipulag á landvörnum ómögulegt,
þar sem »allt atferli stjórnarinnar er síþrálát barátta
við skýlaust yfirlýstan vilja þjóðarinnar, og í eðli
sínu ekki er annað en opinber barátta gjörræðisins
við réttinn, ofurefiisins við lögin». Hann vill hafa
fjárráðsmennsku svo lagaða, að hún afli rikinu tekna
þeirra, er það eigi má þarfnast, á þann hátt, að hver
einstakur borgari finni sem minnst til þess og efli
alla nytsama starfsemi, en leggi höpt á þá starf-
semi, er að skaða má verða. Af landbúnaðinum
vill hann létta þeim ranglátu sköttum, er aptra
framförum hans. Haustið 1802 var hann kosinn
í fulltrúaráð það — skipað 63 mönnum —, er fara
átti til Parísar til þess að semja við stjórn Prakk-
lands um stjórnarhagina í Svisslandi, þar sem »hið
eina óskiptilega» lýðveldi var farið í mola, en fylkja-
sambandsskipulag var að komast á. I þessu full-
trúaráði mælti hann fastlega á móti allri takmörk-
un á kosningarréttinum, og var hinn ötulasti for-
rnælandi ýmsra umbóta, er varðaði hag sveitalýðs-
ins og meðalstéttarinnar. Samt fengu tillögur hans
litlu áorkað, og þegar hann stakk upp á því, að.
í stjórnarskrána væri tekin upp fyrirmæli, er krefð-
ust almennrar alþýðufræðslu, þá svaraði Napóleon
Bónaparte, er þá var fyrsti ræðÍ3inaður, að hann
gæti ekki farið að skipta sér af því, hvernig
krökkum væri kennt að stafa. Lýðvaldsholli fram-