Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 73
Hinrik Pestalozzi.
231
af því sló í marga rimmu með þeim, og var þá
hvorugu megin hinu betra brugðið. Samt sættust
þeir, en sættirnar stóðu sjaldan lengi. Loksins
kyrrsetti Fellenberg alla innanhússmuni í skólan-
um; þá dró Pestalozzi af sér skóna, og spurði
hann að, hvort það væri ekki sæmst, að kyrrsetja
þá líka; sér væri hvort sem væri hægt að komast
berfættum til Yverdon með börnum sínum og kenn-
ara. f>ó fór svo að lokum, að þeir skildu nokkurn
veginn skaplega.
Pestalozzi ætlaðist til, að kennslustörfum sín-
um væri lokið, þegar hann færi frá Burgdorf. Úr
því ætlaði hann að lifa sem ritsmiður, til þess að
skýra fyrir öðrum hugsanir sínar og fyrirætlanir,
og gjöra þær sem flestum kunnar. Hann segir f
bréfi einu : »Bg er nú ekki að hugsa um annað
en að útvega mér einhverja kytru, og hvar svo
sem eg flækíst, þá ætti eg að geta fengið hana;
þar sezt eg svo fyrir, og læsi að mér fyrir þeim
sem koma, þangað til mér sjálfum þóknast að
fara ofan»'. En 20 árin, þau er hann dvaldi í
Yverdon, urðu honum ekki önnur eins friðaröld og
hann hafði verið að smíða sér. jj>að fór einlægt
meira og meira orð af honum, og eptir því jókst
skólinn hans. Lærisveinar komu til hans, ekki að
eins frá Svisslandi, heldur frá þýzkalandi, Fralck-
landi, Bússlandi, Englandi og Ameríku. Prúss-
neska stjórnin sendi unga kennara til Yverdon, til
þess að þeir gætu komið kennsluaðferðinni hans á
í prússnesku skólunum. jþegar Prússaveldi lá afl-
vana fyrir fótum Napóleoni, þá var það, að þýzki
heimspekingurinn Fiehte í Berlín hélt sínar frægu og