Iðunn - 01.01.1889, Síða 74
232
H. Trier :
karlrnannlegu ræður um endurfæðing þýzku þjóðar-
innar ; var þá opt svo, að trumbur frakknesku her-
sveitanna glumdu svo hátt á strætunum, meðau
hann var að lialda ræðurnar, að ekkert heyrðist
til hans ; í ræðum þessum benti nú Fichte á Pesta-
lozzi, sem rnann, er ekki að eins hefði lagt- grund-
völl til alþýðumenntunar, heldur til sannrar þjóð-
menntunar. Og tæpast voru 20 ár liðin frá dauða
Pestalozzi, þegar því nær öll menntun sú, er kenn-
arar fengu í Prússlandi, var byggð á frumreglum
þeim, er hann hafði verið að berjast fyrir í Burg-
dorf og Yverdon. Áður en prússneska stjórnin fór
að gefa honum gaum, hafði Danastjórn sent kenn-
ara til hans, og margir mikils háttar menn og
konur í Danmörku fóru að skrifast á við hann, og
lagði hann ríkt á við alla þá, að eini vegurinn
til þess að fá þjóðina uppfrædda væri sá, að vekja
hjá henni áhuga á uppfræðingu. Mikils háttar
menn af Bnglendingum leituðu vinfengis hans, og
gerðust kennarar hjá honum; í ritling einum
skoraði hann á almonning í Englandi, að sinna
þeirri ráðagjörð sinni, að fela mæðrunum á hend-
ur fyrstú tilsögn á börnunum; og um tíma var
hann að hugsa um að láta snara á ensku ritum
sínum. Spænska stjórnin stofnaði í höfuðborg
landsins skóla, sniðinn eptir frumreglum Pesta-
lozzi; nafn hans var ó allra vörum ; myndin
af honum var prentuð hvað eptir annað til sölu.
En heima 1 höllinni í Yverdon jukust á vand-
ræðin svo fyrir Pestalozzi, að hann sá ekki fram
úr þeim.
Milli kennara hans mynduðust smásaman gagn-