Iðunn - 01.01.1889, Síða 75
Hinrik Pestalozzi.
233
stæðar skoðanir, og út af þeim spunnust deilur, er
hann vantaði bæði lagni og þrek til að þagga nið-
ur. Arið 1803 hafði ungur prestur, er hót Jóhann-
es Niederer, sagt af sér embætti og gengið Pesta-
lozzi á hönd, með því að honum fannst sjálfsagt,
að #meistarinn þyrfti að fá sér samboðna lærisveina«.
Hann vildi koma vísindalegu skipulagi og samræmi
á hugsanir Pestalozzi, sem sjálfur hann átti ervitt
með að koma fyrir sig; en við það fjarlægðist hann
æ meir og meir hinar óbrotnu reglur keunara síns,
þær er hann hafði byggt á reynslu þeirri, er hann
hafði fengið fyrir kynni sín við alþýðu; og svo
flókið gerði Niederer það, sem hann var að fást
við að skýra og gera skipulegra, að Pestalozzi
botnaði ekki í neinu, svo að það fór margopt svo,
þegar hann var spurður að, hvern skilning ætti að
leggja í þetta eða þetta, að hann í hjartans ein-
feldni svaraði: »Já, ég er nú hættur að skilja sjálf-
an mig, en ef þór viljið vita, hvað óg hugsa og hvað
ég vil, þá verðið þér að fara til hans Niederers.a
Af því að hann hafði fengið vísindalega menntun,
var það talið svo sem sjálfsagt, að láta hann sitja
fyrir svörum, ef á prenti þyrfti að halda uppi
svörum fyrir skólann. Bn með því Niederer var
bæði bráðlyndur og kappgjarn, þá flæktist hann,
og Pestalozzi með honum, í langvinnar deilur, er
eyddu tíma þeirra og kröptum og talsverðu af fjár-
mununi skólans. Auk þess var Niederer hinn ó-
lagnasti, ef úr einhverju vöndu verkefni átti að
ráða ; honum fundust hártoganir og útúrsnúningar
bezta ráð við öllum meinuui. Honum alveg gagn-
stæður var Jósep Schmid ; hann var bóndason og