Iðunn - 01.01.1889, Page 77
Hinrik Pestalozzi.
235
skólanum við, þá væri það Schmid. Jafnvel Nied-
erer neyddist til þess að skrifa honum og þrábiðja
hann um að koma aptur. Eptir 5 ára burtuvist
kom hann aptur. Hann sldpti verkum með kenn-
urunum, og kom reglu á skólabúskapinn. Allir
fundu, að stilling hans og staðfesta var mjög hald-
kvæm, og létu leiðast af honum, og Pestalozzi það því
fremur, sem hann um þetta leyti missti konu sína,
sem þá var orðin 76 ára, og hann ávallt unni hug-
ástum frá því fyrsta að þau höfðu kynnzt, og sem
hafði reynzt honum svo vel í öllu hans basli. En
brátt fór aptur að brydda á mótþróa móti Schmid.
Nokkrir kennararnir afhentu Pestalozzi harðort
kæruskjal á hendur Schmid, þar sem þeir brigzla
honum um »ráðríki hans, sem væri án auðmýktar,
án kærleika, án sjálfsafneitunar«. Pestalozzi kall-
aði þá fyrir sig; hann lá þá rúmfastur og kvartaði
sáran ylir þessu ósamlyndi heima fyrir hjá sér, og
bað þá um frið ; síðan lót hann Sehmid lesa upp
varnarskjal, tók í hönd honum, kallaði hann bjarg-
vætt sinn, sem hann hvorki sagðist mega missa
né vilja missa; og nokkrum mánuðum síðar fóru
þeir allir burt, er undir kæruskjalið höfðu ritað.
Niederer þótti lítið til Schmids koma, fyrir það,
hvað hann var lítt lærður til bókarinnar, og sárn-
aði það því meir, að hann fann, að Schmid smá-
saman réð einn öllu. Hann var reyndar að streit-
ast við að halda fram sínum skilningi á setningum
Pestalozzi, en það kom fyrir ekkert. Pestalozzi
skrifaði honum : »Vertu engill, vertu guð ; það
getur vel verið, þú skiljir rétt; en gerðu ekki meira
úr mér en mann; láttu mig Iifa og anda eins og