Iðunn - 01.01.1889, Page 78
236
H. Trier :
mér er lagið, eins og þú lifir og dregur andann,
eins og þér er lagnast.« Auk þess urðu þeir svo
missáttir út af fjárviðskiptum, og vissi enginn fyrri
til en að Niederer kvaddi Pestalozzi á prédikunar-
stólnum, eptir guðsþjónustugjörð, er hann hafði
framið í stóra salnum í höllinni, þegar skólabörnin
voru fermd; hlaut það að sœra Pestalozzi, að Nie-
derer hafði þau orð um, að hann gæti ekki fengið
það af sér, að breyta svo á móti betri samvizku,
að hann léði sig til þess að kenna við skóla, sem
ekki hefði lengur neitt af sönnum anda Pestalozzi.
Arum sama stóð þetta rifrildri milli þeirra Pesta-
lozzi og Schmids annars vegar, en Niederers og
Krúsi hins vegar, og í mál fór það að lokum.
Pestalozzi varð svo æfur, að honum lá við brjál-
un, og varð að flytja hann upp til fjalla, svo að
svalað gæti um hann. Svo gusu upp nýjar óeirð-
ir milli undirkennaranna; var þá reynt til þess að
'fá Pellenberg til þess að taka við stjórn skólans,
því það var talið víst, að hann mundi fá miklu um-
ráðið, svo mikils háttar maður, jafnduglegur og hann
þá líka var. En úr þessu ráði varð ekkert, því
Fellenberg krafðist þess, að mega einn öllu ráða,
en því mótmælti Schmid fyrir hönd Pestalozzi;
þótti höfðingsmanninum Fellenberg þetta svo mikil
ósvífni af bóndasyninum Schmid, að hann lét
fleygja Schmid út, og lagði liann síðan lilífðarlaust
í einelti.
En Schmid leitaðist á allar lundir við, að bæta
úr högum Pestalozzi. Hann samdi við þýzkan
bókasölumann um íprentun á öllum ritum Pesta-
lozzi; hann fékk keisara, konunga og önnur stór-