Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 83
Sjálfs er höndin hollust.
241
garði sínum í Bose Cottage; þar vann hann að
öllu, sem með þurfti, og starfaði margt það, sem
tignum mönnum vanalega ekki er títt. Stundum
tefldí hann skák við gamla prestinn, sem hét Fis-
eher, stundum reykti liann sjer pípu hjá póstméist-
aranum, og ávallt kom hann, er honum var boðið
til tedrykkju. Hann var jafn vingjarnlegur við alla
kvennmenn, og fannst mæðrunum í bænum í fyrst-
unni þess vegna, að hann lilyti að vera giptur, og
það sjálfsagt vel giptur. Samt reyndist það bráð-
um, að svo var ekki. Leið nú og beið; ekki gerði
majórinn neina breyting á háttum sínum ; hann
var jafnhlýlegur við allar stúlkur, en ekki fremur
við eina en aðra.
það má geta því nærri, að ekki minnkaði vin-
sæld majórsins við það, að liann eitt sumarið kom
með fjelaga sinn með sjer til Eystri-Patten, ungan
mann og álitlegan.
þessi ungi maður var lieutenant og hjet Day-
son. Majórinn átti honum líf sitt að launa. það
atvikaðist svo, að Indíani nokkur, vel vopnum bú-
inn, hafði einhverju sinni ráðizt á majórinn, sem
ekki hafði þá vopna nema skammbyssu sína ó-
hlaðna, og varð því undan að snúa. Dayson var
nærstaddur og skaut Indíanann í tæka tíð. Hann
varð brátt í mestu metum hjá kvennþjóðinni í
Ilystri-Patten.
Hviklyndi er jafneinkennilegt fyrir syndum
spilltar höfuðborgir og siðuga smábæi. I Eystri-
Patten var allt í einu hætt að tala um þessa tvo
hermenn; það þurfti nú um fieira að hugsa.
Iðunn. VI. 16