Iðunn - 01.01.1889, Page 85
243
Sjálfs er höndin hollust.
ermum, svo allt var í lagi þegar veizlukvöldið kom.
það var fjölmennt í stofunum hjá frú Wittleday
það kvöld; þar mátti sjá alla höfðingjana úr grennd-
inni — margir voru þeir ekki — og fjölda fólks ; þar
voru margir menn, sem reyndu til að vera sem
kátastir og heimamannlegastir að unnt var, þó að
frú Wittleday hefði hryggbrotið þá, síðan hún varð
ekkja. þeir báru það eins og hetjur.
Majóriun og lieutenantinn voru svo sem sjálf-
sagðir; þeir voru í einkennisbúningi, enda liafði
frúin beinlínis mælzt til þess.
Majórinn hafði nokkrum sinnum, meðan mað-
ur hennar lifði, hitt frú Wittleday í samkvæmum í
bænum. Eptir að liún varð ekkja hafði hann
stöku sinnum komið til hennar. Dm leið og hann
nú heilsaði henni leiddi hann lieutenantinn fram
fyrir hana og skýrði henni frá nafni hans og ætt;
fór svo nokkrum fögrum orðunr um það, hversu
bæjarbúar mættu vera frúnni þakklátir fyrir það,
að hún nú aptur vildi láta svo lítið að taka þátt
í fjelagslífi þeirra; síðan heilsaði hann upp á
kvennaþyrpinguna, sem stóð umhverfis, með kurt-
eisum orðum, og var mörgu hýru auga jrennt til
hans í staðinn.
Nokkru seinna um kveldið gerði majórinn lieu-
tenantinum bendingu; hann sat hjá frú Wittleday,
og var fremur tregur í spori, er hann skyldi fjar-
lægjast hana; vingjarnlegt bros ljek um varir henni,
og gerði það lieutenantinn ekki fóthvatari. Maj-
órinn leiddi hann nú fyrir fjölda kvenna og Ijet
16*