Iðunn - 01.01.1889, Síða 89
Sjálfs er höndfn hollust. 247
injer gæti tekizt að fá hana til þess að þykja vænt
um mig ?»
Majórinn horfði stundarkorn alvarlegur og
heldur dapur í bragði á vindilinn, sem hann hjelt
milli fingra sjer; loksins sagði hann mjög vin-
gjarnlega :
»JÚ, því ekki það, kæri vinur ! Bn sýnist þjer
nú rjett að reyna til þess ? jpegar ástinni fylgir
full alvara, þá er hún sama sem hjónaband. Held-
urðu þú getir fengið það af þjer, að láta aumingja
konu, sem búin er að missa manninn sinn, kveljast
æfilangt á hverri stundu, að heita má, af þeirri
hugsun, að nú sje, ef til vill, einhver ólukkans
Indíaninn að rista höfuðleðrið af seinni manninum
hennar ?»
Lieutenantinn þagði, og reykti svo ákaflega,
að ekki sá í andlit honum fyrir tóbaksreyk.
»Jæja», sagði liann, stökk upp og hamaðist til
og frá um gólfið, eins og óarga dýr í búri; »jeg
hef það nú svona : jeg skrifa henni til og legg hjarta
mitt fyrir fætur henni. það getur verið að það sje
satt, sem þjer segið. Líkast til kærir hún sig ekki
vitund um mig. þ>ví skyldi hún líka gjöra það ?
En, hvað sem tautar, jeg skrifa henni — og svo
fer jeg til herdeildar minnar. Mjer þykir það leið-
inlegt, að gjöra mig hlægilegan í augum yðar, ma-
jór ; það er af því að óvinurinn er um of yfirsterk-
ur mjer. Jeg væri engu smeykari, þó jeg ætti að
ganga einsamall móti heilum herflokk. Jeg ætla
að skrifa henni á morgun. Jeg vil heldur að hún
hafni mjer, en að nokkur önnur koua elski
mig».