Iðunn - 01.01.1889, Page 95
253
Sjálfs er höndin hollust.
til þess að snerta ekki matinn ; hann anzaði engu,
gekk út og var mjög hugsandi.
»Hafið þjer það öldungis eins og þjer munduð
hafa það fyrir sjálfan yður !»
þessi orð hins unga manns hljómuðu sífellt
majórnum í eyrum. Innan skamms var liann fast-
ráðinn í því, að gjöra samvizkusamlega það, sem
hann var beðinn um.
það var eðlilegt, að þetta heimskulega óstýri-
læti lieutenantsins mundi hafa þær afleiðingar, að
m'ajórinn og frú Wittleday hittust ekki framar; að
öðrum kosti hlyti hún að vera enn þá elskulegri
en liann nokkurn tíma liafði ímyndað sjer. En
því skyldi hann nú ekki, í nafni lieutenantsins,
Segja henni allt það, sem hann í mörg ár hafði
\onazt eptir að geta sagt henni sjálfur? það hefði
ekki svo mikið að þýða, þó að hún engan grun
renndi í, hver væri í raun og veru höfundur að
brjefinu — það yrði honum þó til mestu huggunar,
að rita þessi orð, og vita að hún mundi lesa þau
með sínum eigin augum, og, ef til vill, í hjarta
sínu — ja, það gat ekki verið neitt efamál— hrær-
ast til meðaumkunar yfir höfundinum.
Majórinn settist niður, skrifaði, strykaði iit,
skrifaði aptur ; síðan hreinskrifaði hann og rjetti
lieutenantinum póstpappírsörk; fyrsta blaðsíðan
var nærri útskrifuð með hinni einkennilegu rithönd
majórsins.
það hýrnaði yfir lieutenantinum ámeðanhann
var að lesa brjefið. »þ>að er hreint ágætt, majór !
afbragð, það veit sá sem allt veit! Oldungis eins
°g jég ætlaði að hafa það ! þetta gefur mjer góða