Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 99
Sjálfs er liöndin liollust. 257
Lieutenant Dayson þreif brjefið og las :
»Kæri lierra majór !
Brjef yðar, dagsett í dag, lief jeg fengið. |>ó
að kvennfólkinu sje heldur ámælt fyrir forvitnina,
þá er það samt henni eingöngu að þakka, að jeg
veit frá hverjum brjefið er — þjer höfðuð gleymt
að skrifa nafnið yðar. Jeg var að horfa út um
gluggann, og þekkti þá þann , sem kom með
brjefið.
Jeg var búin að einsetja mjer að gjöra ekki
annað en hlægja að öllum biðilsbrjefum; en þá
minntist jeg þess, live langt er síðan við sáumst í
fyrsta skipti; þjer hafið ávallt síðan sýnt mjer svo
trygga hollustu, að mjer kom til hugar — jeg vona
að þjer fáið það ekki af yður að bera á móti að
svo sje — að vera mætti, að það væri að nokkru
leyti mín vegna, að þjer kunnið svo óskiljanlega
vel við yður í Eystri-Patten, og þá get jeg ekki
atijlt mig um, að votta yður mínar beztu þakkir.
þjer getið komið til mín þegar í kvöld og
fengið munnlegt svar ; karlmennirnir, og ekki sí/.t
hermennirnir, eru svo fljótir að átta sig, að jeg
reyndar býst við, að þjer vitið fyrirfram, hvernig
það muni verða.
Yðar einlæg vinkona
Helena Wittleday».
Lieutenantinn stundi þuugan.
»þá er öll von úti ! En þjer sjáið það sjálf-
ur, majór, að það væri öldungis óhæfilegt, að láta
hana vita, að þetta hefir allt orðið óvart. |>jer
ttiegið til með að eiga liana!»
Iðunn. VI.
17