Iðunn - 01.01.1889, Page 101
259
Sjálfs er höndin liollust.
gleði fyrir hans [unga hjarta æfilangt. þessarar
gleði 'og ánægju varð hann aðnjótandi á Rose
Cottage, sem majórinn gaf ungu hjónunum. Um
leið bauð hann Dayson að taka við verkstjórn við
kolanámu eina mikla, sem lá undir höfuðbólið, og
þáði hann það með þökkum.
(Ó. S.).
Sókrates.
Eptir
Kavatd 3Cö|Ijdiny,
liáskólakennara.
I.
Ef þú hefðir komið til Aþenuborgar á ofanverðri
5. öld fyrir Krists burð, mundir þú opt á
strætum úti hafa hitt mann, mjög einkennilegan
ásýndum og ólíkan öllum öðrum, þar sein hann
var að tala við menn á unga aldri, fleiri eða færri.
Hann var alveg ólíkur því að vera grískur, því Grikkir
voru manna fríðastir sýnum, eða svo ímyndum vér
oss þá. Vinir hans kölluðu hann í gamni satýr-
inn (skógarpúkann), því hann var eins og Grikkir
ímynduðu sér vættur þær, úteygður, söðulnefjaður,
kinnamikill og varaþykkur. £f þú ekki hefðir gef-
ið þór tóm til þess að hlýða með athygli á við-
ræður hans allt til enda, þá mundi þér lítið hafa
17*