Iðunn - 01.01.1889, Side 103
Sókrates.
261
ínundi einkanlega fólgin. Hann tók tali menn af
öllum stéttum, og helzt þá, er eitthvað sköruðu
fram úr, landsstjórnarmenn, skáld, iðnaðarmenn o.
s. frv., og í viðrœðum við þá komst hann að því,
að þeir gátu borið einkar gott skyn á það, er ekki
fór út fyrir þeirra mennt, en að þeim hætti ílest-
nm við því, einmitt fyrir það, að ímynda sér, að
þeir hæri skynbragð á allt annað. Honum fannst
því skilningur véfréttarinnar hlyti að vera sá, að
sá væri manna spakastur, er léti sér skiljast fávísi
sína, það sem honum er áfátt, og takmörk þau, er
óraskanlega eru sett mannlegri þekking. Upp frá
þessu mat nú Sókrates það sitt hlutverk, að vekja
landa sína til sjálfsþekkingar. Sá einn, er þekkir
sjálfan sig, getur gert greinarmun á því, er hann vöit
ogþví er hann ekki veit, og fyrir það einnig áþví, til
hvers hann er fær og til hvers haun er ekki fær.
Sá einn, er þekkir sjálfan sig, getur haft stöðuga
sanufæringu, sem er annað og meira en það, að herma
optireðaeinsog bergmála það, sem aðrir hafafyrirsatt.
Sókrates vildi leiða landa sína til þess, að hafa sjálf-
etæða hugsuu um allt hið merkasta, er úr þarf
að ráða í lífinu. Til þessa varði hann sinni löngu
*fi, og fyrir þetta mál lét hann með gleði líf sitt.
II.
Sókrates var maður fátækur; en til þess liann
Hiætti vinna að því, er hann taldi guðlega köllun
sína, gerði hann lítt að sinna sjálfs síns liagsmun-
Um. Frá morgni til kvelds var hauu á reiki á
strætum úti eða á almennum samkomustöðum,
emkuin þó þar, sem hann átti von á að geta hitt