Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 104
262
H. Höft’ding :
unga menn til viðtals. J>að er svo sem auðvitað
íníil, að hann með þessu háttalagi gat ekki verið
neinn gæða húsfaðir. Margar sögur gengu í foín-
öld um Xantippu konu Sókratesar Jog stygglyndi
hennar, sem opt bitnaði á spekingnum; en það má
með réttu raæla henni til málsbóta, að eptir því
sem á stóð fyrir henni, þá hafði hún gildar ástæður
til að kvarta. Fyrst og fremst ber þess að gæta,
að svo mikill munur var á menntun karla og
kvenna í Aþenuborg, að engi von var til þess, að
hún gæti haft nokkra hugmynd um, hvað það í
raun og rótti væri, er bóndi hennar hafði fyrir
stafni. Uppeldi ungra manna laut ekki að eins að
því, að gera úr þeim gagnlega borgara og góða her-
menn, heldur jafnframt að því, að opna augu þeirra
fyrir öllu, sem fagurt var og gott. Borgin var
skreytt hinum fegurstu listaverkum, og borgarar
liennar áttu kost á að heyra hin mestu snilldar-
verk málsnilldarinnar og skáldskaparins. En að
öllu því, er laut að hinni æðri, andlegu menntun, var
kvennþjóðin alveg sett hjá. Konan var ekki talin
jafnborin manninum; það var farið með hana mjög
áþekkt því, sem enn tíðkast með austurlandaþjóð-
um ; hún var lengstum hneppt innanhúss ; inni-
vinna og barnauppeldi var það eina, sem hún
fékkst við. jpað er því ekkert tiltökumál, þótt
Xantippa skildi lítið í háttalagi manns síns, og
þætti kynlegur þessi hans sífelldi erill. Henni er
vorkunn, þó henni hefði komið það betur, að haun
hefði gert eitthvað »þarfara«, og látið sér hóti ann-
ara um hana og þrjá sonu þeirra. En vafalaust hef-
ir hún geðvond verið og í skömmóttasta lagi. Svo