Iðunn - 01.01.1889, Qupperneq 106
264
H. Höft'ding :
III.
Hann hafði lítil afskipti að neinu því, er að
landsstjórn laut. Hann taldi sitt hlutverk vera
það, að ná að hafa áhrif á einstöku menn og vekja
þá hvern í sínu lagi til þess að leita fastrar sann-
færingar. það sem hann lieimtaði af hverjum ein-
stökum var mikið, og hann sá að það mundi ^erða
til einskis, að fara fram á annað eins við allan
almenning. Að þessu lúta þau orð hans í varnar-
ræðunni, sem Plató hefir ritað, er nú skal greina :
»|>ess megið þór vera fulltrúa, þér Aþenuborgar-
menn, að hefði eg fyrir löugu farið að hlutast til
um lands3tjórnarmál, þá væri eg líka fyrir löngu
genginn veg allrar veraldar, og hefði á þann hátt
hvorki orðið yður nó mér til neinnar nytsemdar.
Og ekki megið þér reiðast þótt eg segi satt: því
sá maður mun aldrei fá borgizt, er veita vill af
alhuga mótstöðu múgnum, hvort sem það nú eruð
þér, eða það er annarstaðar, og sporna vill við því,
að margt rauglæti og lögleysur nái fram að ganga
í ríkinu; en hver sá, sem í sannleika vill berjast
fyrir því, sem rétt er, ef hann vill sjá sér borgið,
þó ekki sé nema stutta stund, hann hlýtur að vera
frásneiddur öllum stjórnarmálum, og engi afskipti
hafa af almennum málum.
Sókrates dæmdi hart um lýðvaldsstjórnina í
Aþenuborg; og það verður ekki varið, að lýðveldið
í Aþenuborg var komið á glapstigu. I lýðveldinu
áttu allir að vera jafnir, og svo ríkt var gengið
eptir jöfnuðinum, að óhæft þótti að taka nokkuð
til greina vitsmuna mun og þekkingar, og því var
hlutkesti látið ráða skipun margra áríðandi em-