Iðunn - 01.01.1889, Síða 107
Sókrates.
265
bætta. f>etta var Sókrates hneixli; því hami liélt
því stöðugt fram, að því að eins væri hægt að
breýta rétt, að maður vissi rétt. Hann heimtaði
það, að þeir hefði ráðin, er þekkinguna hefði.
Honum var því síðarmeir gefið það að sök, að
hann hefði glapið unga menn til þess að lítilsvirða
stjórnarskipunina, sem þá var. En engi sakargipt
gat verið ástæðuminni. Að vísu leitaðÍ3t hann við
að vekja unga menn til þess að hugsa, og fá þá til
þess upp á eigin eindæmi að leita sannleikans; en
sjálfur laut hann lögum borgarinnar, og með dauða
sínum vottaði hann hlýðni sína við þau, þar sem
liann ekki með því að flýja vildi forða sér undan
lífláti, er honum var dæmt. Hann sagði, að dóm-
urinn væri ranglátur; en hann vildi ekki tálma því,
að honum yrði fullnægt. í viðræðum sínum lét
hann það, sem voru lög borgarinnar, skera úr því,
hvað væri rétt og gott í því eða því tilfelli. I
virðingu sinni fyrir lagaákvæðunum fór hann lengra
en oss mundi þykja góðu hófi gegna; hann bar
lotningu fyrir lögunum. Að vísu var það hans
mikilsverða æfistarf, að halda því fram, hve mikil-
væg frjáls rannsókn er; en hann mat lögin sem
erfðafé liðinna kynslóða, er geymdi þá speki, er
liðnar aldir höfðu lært af lífinu, og vildi hann ekki
láta hugboð einstakra manna ráða meira en þau.
Að því, er snerti álit hans á stjórnarháttum, þá
mundi hann fremur talinn í flokki ílialdsmanna en
byltingamanna. Eins og margir af löndum hans
dáðist hann að stjórnarskipun Spörtu, sem var
miklu reglubundnari og meir á valdi hinna bezta
manna.