Iðunn - 01.01.1889, Page 113
Sókrates.
271
um. L gamni kallaði hann sig unnusta þeirra.
Hugur lians hneigðist að ungum mönnum, sem
höfðu ósljófgaða hugsun og tilfinningu, sem hægt
var að opna fyrir öllu fögru og góðu. I viðræðum
við þvílík ungmenni átti hann hægast með að láta
rakna úr hugsunum sínum; aptur var liann frábit-
inn því, að halda ræður eða tala langt erindi.
Hinn andlegi félagsskapur lagði grundvöllinn til
varanlegrar vináttu milli hans og þeirra, er tóku
þátt í viðræðunum við hann. Eins og liann væri
faðir þeirra, leitaðist hann við að verða þeim til
liðs bæði með ráðleggingum og liðsinni. Og hve
fast tengdir þeir hafi verið honum, má marka af
því, að hann heyrði hið innra með sér sömu rödd-
ina, sem vön var að vara hann við, einnig þegar
einhver af vinum hans ætlaði að stofna sér í eitt-
hvert háskaráð.
En það var ekki tekið út með sitjandi sæld-
inni, að komast í vinatölu Sókratesar. Ilann gjörði
sérþað að reglu, ekki að ota fram því sanna vafn-
ingalaust, heldur að vekja hjá mönnum þöríina til
þess að leita hins sanna og krapt til þess. Hann
byrjaði því jafnaðarlega viðræður sínar á því, að
hann sjálfur þóttist ekkert vita, en fór að spyrja
þann, sem hann átti orðakast við, um það, livað
hann vissi; hann gat þá að öllum jafnaði flækt hinn
svo með spurningum sínum, að hann komst í mót—
sögn við sjálfan sig, svo að hann, þó sárt vævi,
hlaut að finna til þess, að þekking sú, sem hann
þóttist hafa, var ekki annað en einber ímyndun.
Við þetta styggðust nú margir. |>eir þóttust ekki
geta betur fundið, en að Sókrates væri meinertinn,