Iðunn - 01.01.1889, Page 115
Sókrates.
273
íáókrates hafði leikið A líkan hátt, fráfældust liann
upp frá því; slíka menn taldi hann daufgerða
drjóla. En Evþydemos fórst öðruvísi; h'ann ímynd-
aði sér, að hann því að eins gæti orðið nokkru
nýtur, að hann sem stöðugast nyti samvista við Só-
krates; en er Sókrates sá, að hann var svo skapi
farinn, þá vildi hann fyrir hvern mun ekki framar
rugla hann, heldur skýrði hann fyrir honum sem
einfaldast og greinilegast það, sem hann Aleit að
menn þyrftu að vita og síðau leggja stund A.
Einn meðal þeirra lærisveina Sókratesar, er
mestu mannviti voru gæddir, var hinn frægi Alki-
bades, er með óstýrilæti sínu og metnaðargirnd
leiddi svo marga óblessun yfir Aþenuborg. Hann
hneigðist ósjálfrátt að hinum undarlega manni, en
gat aldrei að fullu fellt sig við hann. þetta, sem
Sókrates heimtaði, að menn ættu að þekkja sjálfa
sig, það fannst honum of strangur skóli—; og hvað
eptir annaðléthann metnaðargirnd sína og munað-
fýsi teygja sig frá kennara sínum. En þó gat
hann aldrei gleymt honum. Sókrates hafði í huga
hans vakið eitthvað það, er ávallt knúði hann til
þess að leita aptur á hans fund. 1 einu af ritum
Platóns er lýst samdrykkju, er Sókrates var í; er
þar sagt frá því, að seint um kvöldið hafi Alkibi-
ades komið þangað, og var þá ölvaður, því hann
kom úr veizlu; hélt hann þá lofræðu yfir Sókra-
tesi, og lýsir hreinskilnislega öllu, sem þeirra
hafði farið á milli. Sannaðist þá, að öl segir allan
vilja, því annars mundi hann naumast hafa játazt
eins afdráttarlaust.
Iðunn. VI.
18