Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 120
278 H. Höffding :
ur hvers einstaks manns og frelsi samvizkunnar
í öllum andlegum efuum væri miklu skýlausar við-
urkennd í þeim, en tíðkast gerði í ríkjum forn-
aldarinnar — já, betur viðurkennd, en fiest ríki,
er nú eru til, hafa enn lært að gera það. Hugs-
un Sókratesar, þegar hún var rakin út í æsar,
lilaut að reka að því, að sundur yrði sagt friðiuum
við fornan hugsunarhátt.
|>eir, sem ákærðu Sókrates og dæmdu hann,
gerðu sér ekki glöggva grein fyrir þessu. En eptir
skilning sögunnar og skýringu hennar var þetta það,
sem róð afdrifum Sókratesar. Sókrates beindi fram-
fararás mannlegs anda í nýja stefnu; en nú sann-
ar sagan það, að þeir, sem vinna slík eða því um
lík stórvirki, hljóta opt að láta lífið fyrir.
Allir Aþenuborgarmenn hafa sjálfsagt þekkt
Sókrates í sjón; en þeir voru auðvitað miklu færri,
er vissu nokkuð til hlítar um það, sem hann hafð-
ist að. Sjálfsagt hefir allur þorri manna tekið
hann fyrir stakan sérvitring, síþrefandi og
sírýnandi eptir einhverjum hégóma, og sem vildi
koma öllu í öfugt og öndvert horf. En enginn
vissi, hvað hann í rauu réttri fór. Menn gerðu
sér því hægra um hönd, og kenndu honum allar
þær kenningar, er taldar voru guðlausar og siðum
spillandi; hann var sakaður um að gera rétt að
röngu, satt að lognu, og um það að neita tilveru
guðanna. ] sjónarleik var hann sýndur á leikhús-
inu alveg eins og hánn var hversdagslega, og þar
er hann látinn koma með alls konar hártoganir og
guðleysi. Sókrates var sjálfur við, þegar leikurinn
var leikinn, og stóð upp í leikhúsinu til þess aö