Iðunn - 01.01.1889, Page 122
280 H. Höffding:
til; í varnarræðu þeirri skýrir Sókrates frá því,
hvernig það atvikaðist, að hann fór að gefa sig við
þessu sínu einkennilega starfi, og var það fyrir
svar það, er hann hafði fengið frá véfréttinni í
Delfí. Hann taldi sig því vera í þjónustu guðsins.
Hann sýnir fram á það, að landar hans höfðu feng-
ið rammskakkar hugmyndir um hann, og að sakar-
giptirnar á hendur honum voru teknar úr lausu
lopti. Hann lýsti því yfir, að þótt dómendurnir
vildu sýkna sig með því skilyrði, að hann léti af
uppteknum hætti, þá mundi hann ekki að því
ganga, með því að fremur bæri að hlýða guði en
mönnum. Hann segir enn fremur;: #Fjarri fer
því, að eg sé nú að verja mig sjálfs mín vegna,
sem margur kann að hyggja; yðar vegna geri eg
það, Aþenuborgarmenn, til þess að þér eigi, með
því að sakfella mig, brjótið af yður velgjörð guðs-
ins við yður. ]?ví, ef þér látið drepa mig, þá mun
það ekki auðgert fyrir yður að finna annan slíkan,
sem, blátt áfram að segja, þótt hlægilegt kunni að
þykja, af guðinum er settur upp á borgina, eins
og hún væri hestur, að vísu stór og kostamikill,
en fyrir stærðar sakir í þyngra lagi, og því þurf-
andi þess, að vera vaktur af einhverjum kleggja.
|>annig virðist mér að guðinn hafi sett mig upp á
borgina, svo að eg án afláts veki yður og telji yð-
ur hughvarf og vandi um við yður hvern fyrir sig,
með því allan liðlangan daginn að vera að setjast
á yður. Yður mun trauðlega bætast annar slíkur;
en ef þér viljið fara að mínum ráðum, þá er yður
hollast að þyrma mér; en það er nú albúið, að
yður fari nú líkt og svefnóramönnum, þegar þeir