Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 123
Sókrates.
281
eru vaktir, þá verða þéir styggir við, og að þér,
leiddir af fortölum Anytosar, sláið í mig, og látið
yður lítið fyrir verða að drepa mig. Og síðan
mættuð þér sofa það sem eptir væri æfinnar, ef
guðinn þá ekki léti sér svo annt um yður, að hann
sendi yður einhvern annan.«
En Aþenuborgarmenn vildu fyrir hver mun
losast við kleggjann sinn. Hann var sakfelldur,
að vísu með miklu minna atkvæðamun, en hann
hafði búizt við. Að lögum var ekki nein tiltekin
hegning lögð við sökum þeim, er hann var borinn;
var því skorað á hann, að tilnefna sjálfur hegning-
una, er hann þættist hafa unnið til. þeir, sem
liöfðu kært hann, höfðu lagt til, að hann yrði líf-
látinn. En hann vildi ekki við það kannast, að
hann væri um neitt sekur. Hann þóttist þvert á
móti vera velgjörðamaður ríkisins, og því vera mak-
legur umbunar. En þangað til voru vinir hans að
nauða við hann, að hann fékkst til að bjóða fram
fébætur. En dómendunum hafði gramizt svo þetta
þrályndi hans, að þeir dæmdu honum líflát, og
var nú meiri atkvæðamunurinn en fyr.
Hann varð að sitja í varðhaldi nokkrar vikur,
áður en hann var líflátinn, og varði hann tíma
þeim eins og vant var, til þess að tala við vini
sína og lærisveina. Síðasta daginn, sem hann lifði
voru þeir einnig margir saman komnir hjá honum,
og átti hann langar viðræður við þá, eptir að hann
hafði látið konu sína og börn frá sér fara. Að
því búnu lét hann svo þjón þeirra ellefu færa sér
eitrið. Hann hét á guðina og drakk í botn bikar-
nn, eins og hann væri að drekka minni í einhverri