Iðunn - 01.01.1889, Side 125
283
Gamli-Toggi.
bjó með kerlingu sinni í ofurlitlu kofahrófi yzt í
bæjaþorpinu; bæði voru þau mjög svo komin til
ára sinna. Pátæk voru þau, og þó að þau stöku
sinnum hefði dálítið að jeta, þá var það þó optar,
að þau ekkert höfðu, og tæpt var hjá þeim um
viðurværi, bæði sumar og vetur. Kú áttu þau að
vlsu, eu hey eða fóður handa henni yar aldrei til
í kotinu. þess vegna stálu þau beit fyrir hana á
sumrin, en á veturna betluðu þau hey handa henni
hjá bændum þar í kring. »Maður verður að bjarga
sjer eins ög bezt gengur«, sagði Gamli-Toggi; það
var nú orðtak hans.
Svo bar það við eitt ár, að vetur var aftaka-
harður. Fannirnar þöktu lnisin upp á mæna og
varla varð komízt húsa á milli fyrir ófærð; enginn
þóttist muna annað eins. — |>á vildi kúnni hans
Gamla-Togga það til, að hún eignaðist kálf. í
sjálfu sjer hefði það nú ekki verið neitt sjerlegt
slys, ef þau hjónin hefði haft nokkurn lilut handa
henni að jeta; en þau höfðu ekkert handa kúnni,
því síður handa kálfinum, og þessa sízt handa sjálf-
um sjer, en á aðra bæi komust þau ekki fyrir ó-
ærð og fanndyngjum.
Gamli-Toggi hugsaði þá með sjer, að einhvern
tíma yrði kálfurinn þó að kú, og það væri þess
vegna bezt að slá kúna af. þetta fannst kellu
þjóðráð ; þau slátruðu kúnni og átu svo kjöt við
kjöti i alla mata, því ekkert var annað til, en eigi
sultu þau meðan það entist.
þetta varð þó endaslepp ánægja, því fljótt
gekk á kýrskrokkinn, og þegar hann var búinn,
var sveltan hálfu verri en áður.