Iðunn - 01.01.1889, Síða 128
286
Gamli-Toggi.
sagði Gamli-Toggi, þegar þeir voru komnir inn.
»Jeg gleymdi því alveg, að jeg var búinn að selja
ykkur kálfinn. Ja-jæja, og nú sit. jeg hjerna og
er að skarka um seinasta hryggjarliðinn af honum
—ef þið viljið fá ykkur ofboð-litla nögu með, þá
er það guðvelkomið.«
»Nei, þetta er ljóta gabbið«, sögðu báðir skó-
ararnir í einu; þeir voru svo gramir, að þeír náðu
ekki upp í nefið á sjer. »þetta skal verða þjer
dýrt spaug, Gamli-Toggi. Bf þú ætlar þjer að
draga svona dár að heiðvirðum borgurum bæjarins,
þá skulum við sýna þjer í tvo heimana. Við skul-
um sjá um, að þú verðir vistaður einhversstaðar,
þar sem þú ekki þarft að hafa fyrir að telja stjörn-
urnar.«
þeir þuldu þartia yfir honum heil-laugan pistil,
og ljetu dynja fúkyrði og heitingar, en Gamli-Toggi
ljet sem ekkert væri og hjelt áfram að snæða í
makindum.
þegar hann var búinn að kyngja síðasta bit-
anum, þurkaði hann sjer vandlega, og sagði svo :
»Jú, en þið munið þó, vænti jeg, hvað jog sagði,
þegar jeg seldi ykkur kálfinn. Jeg sagði, að það
væri »reyfara-kaup«. það sagði jeg, og því hefðuð
þið átt að hugsa eptir, hana-nú.«
það bætti nú ekki úr skák, þegar þeir heyrðu,
að Gamli-Toggi ofan á allt gabbið fór að gera gys
að þeim. þeir ruku út, eins og byssubrenndir, og
lá við sjálft, að þeir sættist sín á milli heilum sátt-
um—svo fok-vondir voru þeir—, en áður höfðu þeir
aldrei setið á sárshöfði, þegar þeir hittust.
Skömmu síðar ljetu skóararnir stefna Gamla-