Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 129
287
Gamli-Toggi.
Togga fyrir svikin, og hann átti nú að mæta fyrir
sýslumanni til að standa fyrir máli sínu.
A hinum tiltekna degi lagði svo Gamli-Toggi
á stað að heiman, áleiðis til sýslumanns. Leið
lians lá fram hjá hreppstjórasetrinu, og það bar
svo vel í veiðar, að hreppstjórinn sjálfur stóð úti
undir skemmuvegg, snöggklæddur, og var að totta
tóbakspunginn sinn.
»Sæll vértú, Gamli-Toggi — hvert á að ferðast?«
kallaði hreppstjórinn til hans.
»Og það get jeg meir en sagt þjer«, svaraði
Toggi. »Jeg leuti í benvítis klúðri þarna með skó-
arana ; jeg seldi þeim kálfinn minn, og svei-mjer
svo ef jeg mundi eptir því aptur seinna, svo að
jeg skar hann og át hann sjálfur.®
»Já; það er sem sje, karl minn, ljóta gamanið
að tarna«, sagði hreppstjórinn; »þú lendir í skömm
fyrir þetta, Gamli-Toggi; þú þekkir ekki forordn-
ingarnar og ordinásíuruar; nei, þær þekkirðu ekki,
og það verður þjer til bölvunar.«
Jú, það kannaðist Toggi við að satt væri.
»En-e« — hreppstjórinn snýtti sjer og nuggaði
tóbakspunginn — »hver veit nema jeg gæti hvíslað
einhverju að þjer, svo að þú slyppir úr klípunni.«
»Ói-já«, það vildi Toggi fyrir livern mun.
»Jæja«, sagði lireppstjórinn ; hann bretti upp á
tóbakspunginn og tók vendilega í nefið. »Jeg skal
nú annars hjálpa þjer, en þú verður að þægja mjer
eitthvað fyrir það ; þú verður að láta mig hafa svo
sem að minnsta kosta treimarksvirði.«
»Já, sei-sei«, það var nú svo sem ekki uema
sjálfsagt, og þó meira hefði verið.