Iðunn - 01.01.1889, Page 130
288
Gamli-Toggi.
»Jæja, taktu þá. vel eptir því, sem jeg ætla
að segja þjer, Toggi«, sagði hreppstjórinn. »Sko,
þegar þú nú ert kominn inn til sýslumannsins —
eiginlega er hann nú vænsti maður, karlsauður-
inn, en, eins og þú líklega hefir heyrt, þá er hann
svo öskubráður, að hann getur þotið upp eins og
funi, þegar minnst varir—; nú, þegar þú ert kominn
inn til hans, þá skaltu muna eptir því, að láta eins
og þú sjert fjarskalega heimskur og einfaldur, og
hvað sem hann spyr þig um eða hvernig sem hann
yrðir á þig, þá skaltu engu svara, en hara púa
svona út í loptið: »e-pú, e-pú«. það er enginn vandi,
og ef þú bara passar þig, þá er jeg viss um að allt
gengur vel.«
Gamli-Toggi þakkaði fyrir ráðlegginguna og
hjelt leiðar sinnar.
Svo kom gamli-Toggi fyrir rjettinn og báðir
skóararnir með honum. Sýslumaðurinn strauk koll-
inn, hagræddi gleraugunum á nefinu, og fór svo að
rýna í »stóru bókina«.
Eptir litla stund leit hann upp og tók svo til
máls:
»Jeg aðspyr þá alla, er viðstaddir eru, hvort
maður þessi, er hjer stendur fyrir mjer, er hinn
stefndi, Gamli-Toggi eða jporgrímur ?«
Jú, það gátu þá allir staðhæft, að svo væri.
»þá aðspyr jeg nefndan Gamla-Togga, hvort
hann kannist við, að hann hafi þann 5. dag í þess-
um mánuði selt þeim tveimur heiðruðu borgurum,
er hjer standa, kálf, pro primo fyrir 8 dali og pro
secundo fyrir 5 dali, og svo á eptir slátrað honum
og jetið hann ?«