Iðunn - 01.01.1889, Side 131
Gamli-Toggi.
289
Gamli-Toggi stóð grafkyr, eins og þetta kæmi
honum ekkert við. Hann var mjög einfeldnislegur
á svipinn.
J>að fór að síga í sýslumanninn. »Hvað ?
Ætlar hann ekki að svara, þegar yfirvaldið spyr
hann?« spurði sýslumaður og brýndi röddina. »1
annað sinn spyr jeg hann að, hvort hann kannist
við, að hafa selt kálfinn tvisvar, og svo jetið hann
á eptir?«
Nei, það dugði ekkert; það kom ekki orð úr
Gamla-Togga. Hann stóð þarna grafkyr; munn-
urinn hjekk í hálfa gátt, það hvítglytti í augun,
og hann glápti stöðugt galopnum skjánum á skall-
ann á sýslumanninum.
»Svaraðu, bölvaður glópurinn þinn ! Ætlarðu
ekki að svara ? Jeg spyr þig í þriðja og síðasta
sinn, ætlarðu að kannast við, hvað þú hefir gjört
við þennan kálf-djöful; svaraðu, bannsettur nauts-
hausinn !«
»E-pú, e-pú«, sagði Gamli-Toggi.
»Hvað ? Ilvað þá ? Ætlarðu að draga dár
að yfirvaldinu ?«, hrópaði sýslumaður bálreiður;
»gjöra uppistand hjer í rjettinum 1 Sækið þið
fangajárnin; það er bezt að sýna þjer þau.
Ætlarðu ekki að svara? Hefurðu jetið þenn-
an helvítis kálf ?«
»E-pú, e-pú«, sagði Gamli-Toggi.
»þetta er vitfirringur, svei-mjer ef hann er
ekki alveg vitlaus; hann er bandóður«, hrópaði
dómarinn öldungis uppvægur; »þið hafið dregið
hingað vitskertan spítalalim til að gjöra gys að
Iðunn. VI. 19