Iðunn - 01.01.1889, Qupperneq 132
290
Gamli-Toggi.
rjettinum ! Ellegar — þið skóbótaskafar — ef þið
hafið keypt við vitskertan ruann, þá segja Krist-
jáns 5ta Iög þar um í 17—18—19, að það verðið
þið að eiga við sjálfa ykkur. Burt með ykkur,
snáfið þið heim til ykkar! jþað er rjett að sekta
ykkur fyrir óþarfar þrætur — 4 lóð silfurs til júst-
itskassans—koma hingað með bandóðan dárakistu-
lim — gjöra uppistand í rjettinum — he — út með
ykkur, út—t—t!, eða jeg skal lijálpa ykkur.«—
Nötrandi af reiði þreif sýslumaðurinn stafinn sinn
og lumbraði á skóurunum allt hvað af tók; þeir urðu
lafhræddir og þutu út í ofboði, en Gamli-Toggi faldi
sig á hurðarbaki meðan þessi ósköp gengu á; svo
skauzt liann út og labbaði heimleiðis.
Hann kom að hreppstjórasetrinu, og hrepp-
stjórinn var á vakki úti á hlaði. »Nú, hvernig fór
það, Gamli-Toggi ?« spurði hann.
»Og, þakka þjer fyrir, það fór allt saman nógu
vel«, sagði Toggi.
»Fórstu að eins og jeg sagði þjer ?«
»Já, það gjörði jeg náttúrlega«, sagði Toggi.
»Og dugði það ekki ?«
»JÚ, hann rak okkur alla út«, sagði Toggi.
»Ha, ha, ha; jæja, þarna sjerðu, hvort það er
ekki nógu gott svona á stundum, að hafa vit á lög-
unuin og fororðningunum og því dóti. — En nú
manstu víst hverju þú lofaðir mjer ?«
Ónei, ekki mundi Gamli-Toggi það nú almenni-
lega. »|>að var treimarkið, sem þft lofaðir að borga
mjer«, sagði hreppstjórinn.
»E-pú, e-pú«, svaraði Gamli-Toggi; hann tók
til fótanna og hafði sig á burt hið bráðasta.