Iðunn - 01.01.1889, Blaðsíða 135
293
San Francisco eptir 1850.
verið í Eóm á dögum Eómúlusar og Eemusar, þar
sem var griðastaður alls konar misindislýðs frá
öllu Latlandi; það voru ungir karlmenn, hraustir
og fjörugir, en áttu hvorki konur nje börn. þar
sem sú veikburða kynslóð er með, þar breytist allt
lífið smámsaman. þar skapast heimilislíf; þar eru
reistar kirkjur og skólar.
San Francisco tók öll stakkaskiptum. Göt-
urnar urðu beinar. Hinn afkáralegi búningur, er
þar tíðkaðist framan af, hvarf og leið undir lok.
Euddaskapur og siðleysi rjenaði, en prúðmennska
fór í vöxt; karlmennirnir urðu ekki eins klúrir í
orðum og áður, og ekki eins ókurteisir í látbragði.
Alla skárri menn langaði til að kornast upp úr
skrælingjaskapnum. þeim var farið að leiðast að
þurfa allt af að hafa á sjer marghleypu, og að hafa
enga lögreglu og engin lög. þeir vildu hafa frið
og reglu á strætum bæjarins —; þeir vildu fegnir
geta komið sjer svo fyrir, að óhætt væri lífi og
limum, þótt þeir eignuðust eitthvað, að ekki þyrfti
sí og æ að óttast rán og gripdeildir og húsbruna
af manna völdum. Til þess að reyna að eyða
húsbrunafárinu, var komið á fót sjálfboðnu bruna-
liði, er allir gengu í; þegar lögregluliðið reyndist
máttvana gagnvart bófum og illvirkjunum, eða þá
að það studdi þá og hlífði þeim vísvitandi, þá var
sett á stofn velferðarnefnd til að bæta úr þeim
brestum.
Yelferðarnefnd þessi tók til starfa 22. febrúar
1851, og fór hvergi leynt með áform sitt og skipu-
lag. Oddvitarnir birtu nöfn sín á prenti, og tóku
alla ábyrgðiua á sig. það voru hinir helztu menn