Iðunn - 01.01.1889, Side 137
295
San Francisco eptir 1850.
lýsti því yfir, að hún mundi halda völdum áfram,
meðan henni þætti þess við þurfa.
— Eptir því sem viðskipti jukust, fór að verða
tilfinnanleg þörf á peningum. það var ekki
hægt að bjargast endalaust við gulldupt og gull-
kólfa. það hefir verið reynt að bjargast við út-
lenda gullpeninga hina og þessa, sínu sinni hvað, svo
sem tvítugfranka frakkneska.fimmdollara frá Banda-
ríkjum, og ensk pund ; enn fremur skrítilega pen-
inga innlenda, tilbúna þar í borginni; þeir voru í
laginu sem átthyrningur, mjög illa gerðir, og sam-
svöruðu 175 kr. Af silfurpeningum var notast við
pjastra frá Mexico, Chili og Perú, og fimmfranka
frá Frakklandi. Til smákaupa hafði eigi tekizt að
finna annað fangaráð en að höggva pjastrana í
tvennt, og samsvaraði hver hluti hjer um bil 1 kr.
Með því að gull voru nú einar hinar helztu lands-
nytjar í Kaliforníu, var ofureðlilegt, að landsbúar
vildu fá þar komið á stofn peningasláttu; en ekki
lá það laust fyrir, að fá til þess samþykki allsherjar-
þingsins i Washington.
Arið 1851 fluttist frá Kaliforníu til amiara
landa 120 miljónir kr. í gulli. það ár urðu inn-
flytjeudur til San Pranciseo sjóleiðis eingöngu
27,000. J>að hefir aldrei hópazt þangað eins mikið
af Frökkum á einu ári eins og þá. Var þar mis-
jafn sauður í mörgu fje, og komu þeir talsvert við
sögu landsins síðar meir.
Lengi framan af, allt þangað til 1855, var að
ýmsu leyti örðugt mjög að reka verzlun í San
Francisco. Vörupöntun var meira en mánuð áleið-
inni þaðan austur í New-York, og nærri tvo mán-