Iðunn - 01.01.1889, Side 138
296 C. de Varigny:
uði til Parísar eða Lundúna. ]j>að var löng skipa-
leiðin sunnan um Ameríku, suður fyrir Horn; voru
kaupskip opt 4—6 mánuði á þeirri leið. Yerðlag
var því mjög á reiki og verzlunaráform öll hæpin. i
Leiga af lánsfje hafði verið 10 af hundraði á mán-
uði 1840; hún var um 3—4 af hundraði á mánuði,
er hjer var komið sögunni, og var því óbærilegt að
eiga óseldar vörur sínar til lengdar, ef þær lækk-
uðu í verði. þar við bættist svo brunahættan, en
brunaábyrgð ófáauleg. þvf máttu kaupmenn til að
selja vöru sína undir eins og hún var þangað
komin, hvort sem mikið fjekkst fyrir hana eða
lítið. þaðan stöfuðu skyndilega verðlækkanir og
verðhækkanir. Urðu því verzlunarfyrirtæki ekki
annað en áhættu-spilamennska; sumir urðu stór-
auðugir, aðrir rúðir inn að skyrtunni á skömmu
bragði. þegar fór að verða lítið um einhverja
vöru, hækkaði hún í verði um 100—300 af hundr-
aði á fám dögum ; væri of mikið til af henni, lækk-
aði verðið að sama skapi.
Hinn 23. febrúar 1854, þann dag, er Panama-
járnbrautin var vígð, minnkaði fjarlægðin milli
New-York og San Prancisco svo, að ekki nam
nema 22 dögum. Hægaðaraukinn á ferðalaginu var
að sama skapi.
það hafði verið byrjað á brautinni 1850. Hún
átti að vera búin á 2 árum. Eáðgjört var, að hún
mundi kosta rúmar 5 milj. kr. þar þurfti engin jarð-
göng að grafa, og óvíða að hlaða stórkostlega brautar-
garða ; ekki var meira en 300 fet yfir sjávarmál,
þar sem hæst var. þeir, sem tekið höfðu að sjer
brau targerðina, liugðust hafa vel veitt, og gerðu