Iðunn - 01.01.1889, Qupperneq 141
San í'rancisco eptir 1850.
299
veitingum. J>egar ófagnaður þessi stóð sem hæst,
og öllum heiðvirðum mönnum blöskraði, tók sig til
blaðamaður einn, er William King hjet, og byrjaði á
blaði, er hann nefndi »Boðskeytið», með þeirri fyrir-
ætlun, að því er stóð í fyrsta blaðinu, »að halda
fram rjettindum hinna undirokuðu og fletta ofan af
stjórnarspillingu þeirri, er væri orðin að sannköll-
uðu átumeini í borginni og ætlaði að steypa henni
1 glötun». — Var þessu tekið með miklum fögnuði
af öllum hinum betri mönnum. Blaðinu söfnuðust
mjög greiðlega kaupendur, og ritstjórinn tók til að
starfa. Hann ritaði liverja greinina á fætur ann-
ari, þar sem hann fletti ofan af margvíslegum
stjórnarmisferlum, og lýsti hinni fyrri æfi þeirra
manna, er þá höfðu æðst völd í borginui. Hann
Ijek þá harla ómjúkt og hlífðist hvergi við, fór
stundura lengra en góðu hófi gegndi, og kom stund-
um með ýmislegt, sem hann hefði ekki átt gott
með að sanna. En í öllum aðalatriðum hafði hann
rjett fyrir sjer og rjett að mæla, og öllum almenn-
ingi þótti mjög vænt um greinar hans.
Hinn 14. maí 1856 tók hann til meðferðar í
blaði sínu mann þann, er James Casey hjet. það
var alkunnugt, að maður þessi, sem þá ætlaði að
láta kjósa sig í hálaunað embætti, hafði við fyrri kosn-
ingar,er hann var kjörstjórnaroddviti, falsað atkvæða-
greiðsluna og dregið sjer fjölda atkvæða, er þeir
höfðu fengið, er í kjöri voru á móti honum. En
hitt var eigi kunnugt, er William King skýrði frá
í blaði sínu, að James Casey hafði verið mörg ár
i tukthúsinu í New-York. þetta var alveg satt.
Jafnvel þar í San Franeisco hefði James Casey